Víðtæk reynsla í sjávarútvegi
Smári er hönnuður EKKÓ hleranna. Smári hefur unnið við smíði, sölu- og markaðssetningu, hönnun og þróun toghlera frá unga aldri með föður sínum, Jósafat Hinrikssyni, sem framleiddi Poly-Ice toghlerana í áratugi.
Hluthafar eru Smári, Jón, Frosti, Tennin ehf. og Inning ehf.
Frosti er einnig hluthafi, er rekstrarhagfræðingur með áratuga reynslu af stofnun og rekstri fyrirtækja. Meðal fyrri starfa má nefna að hann var forstjóri Nýherja, fjármálastjóri Marel, stjórnarformaður CCP games og stofnandi og framkvæmdastjóri Dohop en auk þess hefur Frosti átt sæti í stjórnum fleiri fyrirtækja og einnig verið á þingi. Í dag er Frosti sjálfstætt starfandi rekstrarráðgjafi og fjárfestir.
Jón hefur víðtæka reynslu og sérþekkingu. Situr í stjórn félagsins.
HB Grandi / Brim hefur styrkt verkefnið og m.a. útvegað skip til prófana á Ekkó toghlerunum.
Verkefnið hefur hlotið styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís, bæði skattaívilnun fyrir verkefni með HB Granda / Brim og einkaleyfastyrk fyrir alþjóðleg einkaleyfi.
This project has received funding from the European Union’s Horizon 2020 research and innovation programme under grant agreement No. 781043.
Verkefnið hefur hlotið styrk frá AVS rannsóknasjóði í sjávarútvegi.