skráðu þig á
póstlistann okkar
Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.

Byltingarkennd nýjung • EKKÓ hlerarnir eru togaðir á um 20 gráðu horni og eru léttari í drætti • Minna viðnám EKKÓ sparar olíu • EKKÓ hlerarnir eru alltaf að taka fisk og fiska vel

SKOÐA VÖRUR
Flottrolls
hlerar
SKOÐA VÖRU
Semi
hlerar

fiskitroll
SKOÐA VÖRU
semi
HLERAR

rækja
SKOÐA VÖRU


Góðir í snúningum

EKKÓ hlerarnir eru góðir í köstun, gott bil á milli hlera, góðir í snúningum og eru klárir eftir snúninginn.

  • EKKÓ hlerinn dregst á minna horni vegna vænglaga sniðsins og sparar mikla orku.
  • Hægt er að breyta þyngd Ekkó hlerans án þess að taka hann inn á dekk.
  • Tvöfalt snið EKKÓ hlerans með efnisröri fremst og milliböndum innan í gerir hann sterkann.
  • Minna viðnám EKKÓ hleranna sparar orku og eldsneyti.
MYNDASAFN

Spara olíu

Vegna vænglaga sniðs EKKÓ hleranna rennur hann hljóðlega í gegnum sjóinn á minna horni en aðrar hlerar. Viðnámið er lítið vegna þess að fremst er EKKÓ þykkari og mjókkar svo aftur eins og flugvélavængur. Mótstaða og hvirfilmyndun er lítil.

EKKÓ hlerana þarf ekki að þvinga til að skvera á stóru horni eins og aðra hlera. Ekkó fer hljóðlega framhjá fisknum og hann áttar sig ekki fyrr en hann er kominn í trollið. Lyftikrafar vænglaga sniðs Ekkó hleranna er mikið vegna þess að aftari platan er krappari og lengri en platan að framan.

Bernoulli kraftarnir toga hlerana út og opna trollið.

SKOÐA VÖRUR

Breytanleg þyngd

Hægt er að breyta þyngd EKKÓ hlerans þar sem hlerinn hangir í blökkinni. Byltingarkennd hönnun.
Fjögur einkaleyfi eru í alþjóðlegu einkaleyfaferli.
EKKÓ eru fyrstu toghlerarnir í heiminum með þessu vænglaga formi.
EKKó eru fyrstu hlerarnir í heiminum sem einnig er hægt er að tengja trollið í eyru framan á hlerunum.
EKKÓ eru fyrstu toghlerarnir í heiminum þar sem hægt er að breyta þyngd hleranna með svo einföldum hætti í blökkunum.
EKKÓ eru fyrstu hlerarnir í heiminum með vatns- og loftlás.

SKOÐA MYNDASAFN

VIÐ ERUM EKKÓ

Hvert okkar hefur víðtæka reynslu í sjávarútvegi.

Smári Jósafatsson
Framkvæmdastjóri

Smári er hönnuður EKKÓ hleranna. Smári hefur unnið við smíði, sölu- og markaðssetningu, hönnun og þróun toghlera frá unga aldri með föður sínum, Jósafat Hinrikssyni, sem framleiddi Poly-Ice toghlerana í áratugi.

Hluthafar eru Smári, Jón, Frosti, Tennin ehf. og Inning ehf.

Frosti Sigurjónsson
Ráðgjafi

Frosti, einnig hluthafi, er rekstrarhagfræðingur með áratuga reynslu af stofnun og rekstri fyrirtækja. Meðal fyrri starfa má nefna að hann var forstjóri Nýherja, fjármálastjóri Marel, stjórnarformaður CCP games og stofnandi og framkvæmdastjóri Dohop en auk þess hefur Frosti átt sæti í stjórnum fleiri fyrirtækja og einnig verið á þingi. Í dag er Frosti sjálfstætt starfandi rekstrarráðgjafi og fjárfestir.

Ragneiður H. Magnúsdóttir
Stjórnarformaður

Ragnheiður er mikil áhugamanneskja um nýsköpun og tækni. Hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri tveggja hugbúnaðarfyrirtækja og unnið í stafrænu teymi hjá Marel ásamt því að sitja í ýmsum stjórnum og nefndum. Ragnheiður hefur haldið fjölmarga fyrirlestra á síðustu árum um mikilvægi nýsköpunar á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar.

Jón Þ. Hilmarsson
Ráðgjöf og endurskoðun

Jón hefur víðtæka reynslu og sérþekkingu. Situr í stjórn félagsins.

EKKÓ verkefnið hefur hlotið eftirfarandi styrki:

HB Grandi / Brim hefur styrkt verkefnið og m.a. útvegað skip til prófana á EKKÓ toghlerunum.
Verkefnið hefur hlotið styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís, bæði skattaívilnun fyrir verkefni með HB Granda / Brim og einkaleyfastyrk fyrir alþjóðleg einkaleyfi.

This project has received funding from the European Union’s Horizon 2020 research and innovation programme under grant agreement No. 781043.

Verkefnið hefur hlotið styrk frá AVS rannsóknasjóði í sjávarútvegi.