skráðu þig á
póstlistann okkar
Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.

Ekkó toghlerinn er umhverfisvæn nýjung

Ekkó Semi hlerarnir eru togaðir á um 20 gráðu horni og eru léttari í drætti • Minna viðnám sparar olíu • Auðvelt að stilla hvort hlerarnir rétt snerti botn eða svífi yfir botninum • Ekkó hlerarnir fiska vel og eru alltaf að taka fisk


FJÓRAR NÝJUNGAR Í ALÞJÓÐLEGU EINKALEYFA
FERLI

  • Vænglaga formið, Ekkó skvera sig sjálfir út með Bernoulli kröftunum.
  • Loftlás, gott á grunnslóð. Með hlutfallslega mikinn vír úti þá standa hlerarnir stöðugir með loftlásinn virkan.
  • Loftlásinn stýrir flottrollshlerum nær eða fjær yfirborðinu.
  • Þyngdarbreytingakerfið, auðveldara að þyngja og létta hlera tímabundið.
  • Framstroffur, hentugt á flottrollsveiðum á skipum sem taka hlerana upp á síðunni, eins og algengt er í sumum löndum.
  • Þrjár umsóknir eru komnar í gegn í tveimur löndum árið 2020, allar samþykktar.

olíusparnaður

  • Vegna vænglaga sniðs Ekkó hlerans rennur hann hljóðlega í gegnum sjóinn á minna horni en aðrir hlerar.
  • Viðnámið er lítið vegna þess að Ekkó er þykkari fremst og mjókkar svo aftur eins og flugvélavængur.
  • Lyftikraftar vænglaga sniðs Ekkó hleranna er mikið vegna þess að bakplatan er krappari og lengri en framplatan.  Því þarf sjórinn að fara lengri leið og á meiri hraða og við það myndast lágþrýstingur við bakplötuna og háþrýstingur við framplötuna og Bernoulli kraftarnir toga hlerana út á eigin kröftum,  án þess að það þurfi að þvinga hlerana út á stóru horni eins og aðra hlera.
  • Ekkó hlerinn getur dregið úr kolefnisspori íslenskra útgerða

loftlás

Með loftlásinn virkan á grunnsævi þá standa Ekkó hlerarnir enn betur í snúningum.
Þegar innri hlerinn nánast stöðvast í snúningi þá heldur loftið í toppi hlerans hleranum lengur í uppréttri stöðu.
Loftlásinn er virkjaður með því einu að setja skrúfbolta í toppplötuna.
Loftlásinn er afvirkjaður með því að taka boltann aftur úr toppplötunni.
Loftlásinn er hlutfallslega stærri í flottrollshlerum.
Loftlásinn stjórnar hvort flottrollshlerarnir eru að fiska við yfirborðið eða dýpra.

Breytanleg þyngd

Nú þarf ekki lengur að fara í stóraðgerð til að þyngja eða létta hlera.
Þar sem Ekkó er samloka fæst góð og einföld lausn til að þyngja eða létta hlerana um 10 - 20% í lokuðum hólfum innan í hleranum.
Lúga opnuð og notuð keðja sett inn í lokað hólf innan í hleranum og lúgunni lokað aftur. Ef létta á hlerann þá er keðjan tekin út.
Þetta gjörbreytir starfsaðstöðu til hins betra og er mikið öryggisatriði fyrir sjómenn.

Við erum Ekkó

Víðtæk reynsla í sjávarútvegi

Smári Jósafatsson
Framkvæmdastjóri

Smári er hönnuður EKKÓ hleranna. Smári hefur unnið við smíði, sölu- og markaðssetningu, hönnun og þróun toghlera frá unga aldri með föður sínum, Jósafat Hinrikssyni, sem framleiddi Poly-Ice toghlerana í áratugi.

Hluthafar eru Smári, Jón, Frosti, Tennin ehf. og Inning ehf.

Frosti Sigurjónsson
Ráðgjafi

Frosti er einnig hluthafi, er rekstrarhagfræðingur með áratuga reynslu af stofnun og rekstri fyrirtækja. Meðal fyrri starfa má nefna að hann var forstjóri Nýherja, fjármálastjóri Marel, stjórnarformaður CCP games og stofnandi og framkvæmdastjóri Dohop en auk þess hefur Frosti átt sæti í stjórnum fleiri fyrirtækja og einnig verið á þingi. Í dag er Frosti sjálfstætt starfandi rekstrarráðgjafi og fjárfestir.

Sigurbjörn Svavarsson
Stjórnarformaður

Sigurbjörn hefur áratuga reynslu í sjávarútvegi, m.a útgerðarsviðs Granda hf. 1986-2000, framkvæmdastjóri Scanmars á Íslandi, verkefnastjórn hjá Brim hf, og ráðgjafastörf hjá erlendum útgerðarfyrirtækjum í Chile, Argentínu og Kanaríaeyjum.

Jón Þ. Hilmarsson
Ráðgjöf og endurskoðun

Jón hefur víðtæka reynslu og sérþekkingu. Situr í stjórn félagsins.

Ný toghlerahönnun ehf. / Ekkó toghlerar hafa hlotið eftirfarandi styrki:

HB Grandi / Brim hefur styrkt verkefnið og m.a. útvegað skip til prófana á Ekkó toghlerunum.
Verkefnið hefur hlotið styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís, bæði skattaívilnun fyrir verkefni með HB Granda / Brim og einkaleyfastyrk fyrir alþjóðleg einkaleyfi.

This project has received funding from the European Union’s Horizon 2020 research and innovation programme under grant agreement No. 781043.

Verkefnið hefur hlotið styrk frá AVS rannsóknasjóði í sjávarútvegi.