skráðu þig á
póstlistann okkar
Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.


Kostir Ekkó hlera

  • Góðir að kasta
  • Léttari er að toga
  • Góðir að snúa með og standa mjög stöðugir
  • Opna trollin betur
  • Svífa stöðugir rétt yfir botninum
  • Togaðir á 20 – 30 gráðu horni
  • Léttari að hífa
  • Fiska vel
  • Álag á vél og togbúnað er minna
  • Sterkbyggðir hlerar úr gæðastáli
  • Smíðaðir úr 100% endurvinnanlegu stáli
  • Umhverfisvænir toghlerar

Olíusparnaður

  • Vegna vænglaga sniðs Ekkó hlerans togast hann hljóðlega í gegnum sjóinn á minna horni en aðrir hlerar.
  • Viðnámið er lítið vegna þess að Ekkó er þykkari fremst og mjókkar svo aftur eins og flugvélavængur.
  • Lyftikraftar vænglaga sniðs Ekkó hleranna er mikið vegna þess að bakplatan er krappari og lengri en framplatan.  Því þarf sjórinn að fara lengri leið og á meiri hraða og við það myndast lágþrýstingur við bakplötuna og háþrýstingur við framplötuna og Bernoulli kraftarnir toga hlerana út á eigin kröftum,  án þess að það þurfi að þvinga hlerana út á stóru horni eins og aðra hlera.
  • Ekkó hlerinn getur dregið úr kolefnisspori íslenskra útgerða

Við erum Ekkó

Víðtæk reynsla í sjávarútvegi

Smári Jósafatsson
Framkvæmdastjóri

Smári er hönnuður EKKÓ hleranna. Smári hefur unnið við smíði, sölu- og markaðssetningu, hönnun og þróun toghlera frá unga aldri með föður sínum, Jósafat Hinrikssyni, sem framleiddi Poly-Ice toghlerana í áratugi.

Hluthafar eru Smári, Jón, Frosti, Tennin ehf. og Inning ehf.

Frosti Sigurjónsson
Ráðgjafi

Frosti er einnig hluthafi, er rekstrarhagfræðingur með áratuga reynslu af stofnun og rekstri fyrirtækja. Meðal fyrri starfa má nefna að hann var forstjóri Nýherja, fjármálastjóri Marel, stjórnarformaður CCP games og stofnandi og framkvæmdastjóri Dohop en auk þess hefur Frosti átt sæti í stjórnum fleiri fyrirtækja og einnig verið á þingi. Í dag er Frosti sjálfstætt starfandi rekstrarráðgjafi og fjárfestir.

Jón Þ. Hilmarsson
Ráðgjöf og endurskoðun

Jón hefur víðtæka reynslu og sérþekkingu. Situr í stjórn félagsins.

HB Grandi / Brim hefur styrkt verkefnið og m.a. útvegað skip til prófana á Ekkó toghlerunum.
Verkefnið hefur hlotið styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís, bæði skattaívilnun fyrir verkefni með HB Granda / Brim og einkaleyfastyrk fyrir alþjóðleg einkaleyfi.

This project has received funding from the European Union’s Horizon 2020 research and innovation programme under grant agreement No. 781043.

Verkefnið hefur hlotið styrk frá AVS rannsóknasjóði í sjávarútvegi.

Ekkó toghlerar

Ekkó eru umhverfis- og vistvænir íslenskir toghlerar sem draga úr olíunotkun og vinna án snertingar við botn sem verndar botn- og lífríkið við botninn, verndar vistkerfið og dregur úr umhverfisfótspori. Ekkó er einkaleyfavarin íslensk hönnun sem með innleiðingu tækninýjunga býr til ný störf á Íslandi og dregur auk þess úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Hugmyndin að Ekkó byggir á sömu hugmynd og flugvélavængir, það er Bernoulli áhrifum, þar sem hlerahönnunin sjálf opnar troll með samskonar virkni.

Ekkó tveggja spoilera Semi hlerar eru togaðir á 25-30 gráðu veiðihorni sem minnkar mótstöðu hleranna.

Ekkó eins spoiler Semi og flottrollshlerar eru togaðir á 20-25 gráðu horni sem minnkar mótstöðuna hleranna enn meira.

Ekkó hlerarnir hafa verið þróaðir með skipstjórnarmönnum.

Prófanir á Ekkó til að hámarka árangur hafa verið framkvæmdar á sjó, í svokölluðum veiðafæra tilraunatönkum og með straumhermilíkana útreikningum í ofurtölvum.

Helsta prófunaratriði toghleraframleiðenda í veiðarfæra tilraunatönkum er að að mæla gildi CL/CD sem eru  útþenslu kraftarnir (Lift) deilt með mótstöðu hleranna (Drag).  Ekkó eins spoiler flottrollshlerinn skilaði CL/CD 5,4 sem er trúlega það besta sem sést hefur í þessum tönkum frá upphafi.

Margar ferðir í veiðarfæra tilraunatankana í Danmörku og í Kanada.
Á veiðum með 14 togurum og togbátum við Ísland og Svíþjóð.
Við fiskitroll við ÍslandVið eins trolls veiðar á rækju, og tveggja trolla veiðar á humar og fiskitroll í Svíþjóð.
Við rannsóknir og leitir uppsjávar fiskitegunda við Ísland.


Um seinustu áramót voru afhent tvö ný pör af Ekkó toghlerum.
Björgúlfur EA-312 tók Ekkó Semi 2ja spoilera hlera 7,5m2 3900 kg/stk í notkun um miðjan desember 2022.  
Vestmannaey VE-54 tók Ekkó Semi 2ja spoilera hlera 4,1m2 1400 kg/stk í byrjun janúar 2023.