Loftlásinn virkar vel á Hring SH

Rikki skipstjóri og Maggi stýrimaður á Hring SH-153 hafa verið með EKKÓ Semi hlera í prófunum á ólíkum veiðislóðum undanfarna mánuði með góðum árangri.

Nýlega hafa þeir farið á grunnslóð á Nesdýpinu með loftlásinn virkan, með mjög  góðum árangri. Þeir hafa tekið snúninga og meira að segja prófað að toga í hring og allan tímann standa EKKÓ hlerarnir.

Í toppi hlerans er loftlás, sem er loftrými í efri hluta samloku hleranna.  Loftlásinn er ein af nýjungum EKKÓ sem er í alþjóðlegu einkaleyfaferli.   Þegar loft er í rýminu í toppi hlerans vinnur það á móti þyngd hlerans, svo hann svífur léttari á eða rétt fyrir ofan botninn.  Með loftlásinn virkan á grunnslóð þá standa EKKÓ Semi hlerarnir enn betur í snúningum þegar innri hlerinn nánast stöðvast, þá heldur loftið í toppi hlerans hleranum uppistandandi.

Loftlásinn er einföld og einstök útfærsla EKKÓ.  Hann virkjaður  með því einu að setja skrúfbolta í toppplötuna.  Loftlásinn er afvirkjaður með því að taka skrúfboltann aftur úr toppplötunni.

Þetta er kostur EKKÓ hleranna sem nýtist vel á grunnslóð á botntrolli, humar, innfjarða rækjuveiðum.

Hlerarnir á Hring eru EKKÓ Semi HAR hlerar sem einnig voru prófaðir á gömlu Vestmannaey.   Hlerarnir voru 1350 kg á Vestmannaey og þá án loftláss sem settir voru í síðar.  Á  Hring var 150 kílóum af gömlum keðjum settar innan í hólf hlerana, svo þeir eru 1500 kg/stk.

Loftlásinn og þyngingaraðferðin eru tvær af fjórum uppfinningum EKKÓ sem er í alþjóðlegu einkaleyfaferli.

Einkaleyfaferlið hefur tekið sinn tíma frá árinu 2015 og fyrst nú voru fyrstu niðurstöður að berast okkur, þar sem þrjú fyrstu svörin eru komin, öll jákvæð og samþykkt í tveimur löndum árið 2020